Herra Barri er öldungurinn á Tulipop eyjunni. Hann býr á Hauskúpuhæð þar sem hann hefur fest djúpar rætur sínar. Freddi, Gló, Maddý og Búi heimsækja hann oft til þess að fá góð ráð.
Herra Barri er góðhjartaður og hálfgerður afi hinna ungu íbúa eyjunnar. Herra Barri hefur öll svör á reiðum höndum, og á sérstökum stundum koma töfrar hans í ljós, en hann getur breytt tárum í gimsteina.