Hugrökku, kátu og orkumiklu sveppastelpunni Gló finnst ekkert skemmtilegra en að uppgötva nýja og spennandi hluti. Hún passar vel upp á vini sína þó að hún eigi til að draga þá í skrautleg ævintýri.
Gló getur verið pínulítið óþolinmóð og henni finnst allt of fáir klukkutímar í sólarhringnum og á það til að fara aðeins fram úr sér.
Gló nennir ekki að bíða og skortir stundum einbeitingu en hún er traustur vinur og myndi ganga Tulipop endilanga til að hjálpa vini í neyð!