: Freddi

Freddi er glaðvært skógarskrímsli sem er óþrjótandi uppspretta húmors í daglegu lífi á Tulipop. Ekki láta orðið skrímsli blekkja þig, því Freddi er barnslega einlægur með hjarta úr gulli og finnst ekkert skemmtilegra en að leika sér í skóginum. Hann er forvitinn, klaufskur og alltaf til í ævintýri.

Stundum verður Freddi svolítið myrkfælinn, en þá lýsa hornin hans í myrkri sem kemur sér vel.