Sveppastrákurinn Búi er rólyndur, blíður umhyggjusamur litli bróðir Glóar. Hann getur verið mjög fyndinn, oft án þess að reyna að vera það (sem gerir allt auðvitað miklu fyndnara!) Uppáhaldsstaður Búa í öllum heiminum er litla notalega húsið hans og fallegi garðurinn þar sem hann fær sér oft lítinn blund í hengirúminu sínu. Húsið hans er andstæðan við kaótíska heimili Glóar – það er óaðfinnanlegt.
Búa finnst gaman að lesa og fræðast um flóru og faunu Tulipop. Sú þekking kemur sér oft mjög vel sérstaklega þegar hann lendir í ævintýrum með systur sinni.